Spurningar.is

Skilmálar vegna þátttöku í gerð gagnasafns

Skilmálar voru uppfærðir 21. júní 2021

Í spurningaleiknum Spurningar.is getur þú tekið þátt í gerð gagnasafnsins Reykjavik University Question Answering Dataset (RUQuAD). Þátttaka þín felst í að þú spyrð og yfirferð spurningar ásamt því að þú finnur, merkir og yfirferð svör í textum við spurningum sem sendar hafa verið inn í leikinn. Spurningarnar og svörin sem verða til út frá þátttöku notenda verða notuð við gerð opins gagnasafns. Gagnasafnið mun nýtast rannsóknar- og þróunaraðilum við þróun á máltæknilausnum fyrir íslensku sem snúa að spurningasvörun. Sem dæmi þá er hægt að nota svona gagnasafn við þróun gervigreindarlíkans sem lærir að svara spurningum á íslensku.

Þátttaka í gerð gagnasafnsins RUQuAD

Allir geta tekið þátt í gerð gagnasafnsins RUQuAD. Þátttakan felur í sér að taka þátt í spurningaleik þar sem markmiðið er að safna hagnýtum spurningum og svörum. Mikilvægt er að spurningar séu settar fram á skiljanlegan hátt. Meti umsjónaraðilar að um rangar upplýsingar, vitlaus svör eða ósvaranlegar spurningar sé að ræða sem geti haft neikvæð áhrif á gæði gagnasafnins áskila þeir sér þann rétt að fjarlægja gögnin.

Sem þátttakandi samþykkir þú að allt þitt framlag (spurningar, yfirferðir á spurningum og svörum, fundin og merkt svör) verði hluti af gagnasafninu RuQuAD sem verður gefið út með Creative Commons by attribution leyfi Gagnasafnið RuQuAD mun ekki innihalda neinar persónugreinanlegar upplýsingar.

Vegna eðli söfnunarinnar og tæknilegrar uppsetningar er ekki hægt að eyða framlagi einstaka notenda eftir að það hefur verið sent inn. Því er ekki hægt að uppfylla óskir um að fjarlægja spurningar, svör eða yfirferðir notenda þegar slík framlög hafa verið vistuð í gagnagrunni.

Vinningar

Með þátttöku þinni við gerð gagnasafnsins átt þú möguleika á að vera dregin/n út sem vinningshafi. Vinningarnir skiptast í nokkra flokka. Í hverjum flokki er sett ákveðið takmark um framlag þitt til gagnasöfnunarinnar. Með því að fara á síðuna spurningar.is/vinningar er hægt að sjá lista yfir þá vinninga sem eru í boði í hverjum flokki og þau takmörk sem þarf að ná. Þegar þú hefur náð viðeigandi takmarki í tilgreindum flokki, átt þú möguleika á því að vinna vinning úr þeim flokki. Vinningar verða dregnir út með slembiúrtaki úr hverjum flokki fyrir sig. Við úrdrátt vinninga verða notendanöfn vinninshafa tilkynnt opinberlega.

Aðgengi að gagnasafni

Gagnasafnið verður aðgengilegt í heild sinni með Creative Commons by attribution leyfi. Þær veitur sem munu bjóða upp á niðurhal gagnasafnsins verða tilgreindar á vefnum spurningar.is. Þær veitur verða tilgreindar þegar gagnasafnið er tilbúið til útgáfu.

Samskipti

Ef þú skráir þig á póstlista spurningar.is mun umsjónaraðili senda þér tölvupósta um þína framgöngu, nýja vinninga, framgang gagnasöfnunarinnar og mögulega frekara kynningarefni um verkefnið. Þér er gefinn kostur að skrá þig af póstlistanum í öllum skeytum sem þér berast.

Vafrakökur (e.cookies)

Sjá vafrakökustefnu hér

Fyrirvari

Háskólinn í Reykjavík er undanþeginn hvers kyns bótaábyrgð vegna notkunar gagnasafnsins sem aðgengilegt er öllum með Creative Commons by attribution leyfi.

Brot á skilmálum

Ef upp kemst um brot þátttakenda á þessum skilmálum áskilja aðstandendur sér rétt til að fjarlægja framlög viðkomandi þátttakanda úr gagnasafninu.

Annað

Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið spurningarapp@hr.is. Skilmálar vegna þátttöku í gerð gagnasafnsins RUQuAD eru endurskoðaðir eftir þörfum og kunna því að taka breytingum ef tilefni er til.

Taktu þátt