Spurningar.is

Skemmtilegur spurningaleikur

Spurningar.is er glænýr spurningaleikur á netinu sem snýst um að setja fram og svara spurningum. Því fleiri spurningar og svör sem þú setur inn því fleiri stig færðu og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegri verður leikurinn. Ólíkir notendur skapa fjölbreyttari spurningar og því fjölbreyttari verður þekking þín. Glæsilegir vinningar eru í boði sem verða enn glæsilegri eftir því sem þú kemst lengra í leiknum. Prófaðu leikinn í dag í gegnum Android og iOS.

Þú getur haft áhrif

Tilgangur leiksins er að styðja við íslensku í upplýsingatækni. Með þinni þátttöku safnast spurningar og svör í gagnagrunn sem nýtist í máltækniverkefnum framtíðar til þess að gera tölvum og snjallsímum kleift að svara spurningum á íslensku.

Vefurinn og söfnunin er rannsóknarverkefni á vegum Mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík.

Markmiðið

Markmiðið er að safna 100 þúsund spurningum og svörum. Þegar því verður náð munu gögnin gera fólki auðveldara að eiga samskipti við tölvur og snjalltæki. Meðal annars verður hægt að nýta gögnin til að skapa stafrænan aðstoðarmann sem talar íslensku.

Hugmyndin er sú að þegar tekist hefur að safna 100 þúsund spurningum og svörum, þá verði hægt að kenna tölvum og snjallsímum að svara áður óséðum spurningum. Hægt verði að spyrja tæki spurningar upphátt og fá lesin svör til baka. Við erum sem sagt að stíga mikilvægt skref í átt að því að hægt verði að smíða alvöru snjallmenni sem getur lært að svara þínum spurningum! :)

Vinningar

Því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegri verður leikurinn og um leið safnast fjölbreyttar spurningar og svör fyrir snjallmennið okkar. Glæsilegir vinningar eru í boði sem verða enn glæsilegri eftir því sem þú kemst lengra í leiknum. Hversu spennandi hljómar það?

Taktu þátt