Spurningar.is

Teymið okkar

Hrafn Loftsson

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni þar sem markmiðið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðla að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Rannsóknir og þróunarverkefni Hrafns hafa sérstaklega beinst að smíði hugbúnaðar til að vinna með og greina íslensku.

Njáll Skarphéðinsson

Njáll Skarphéðinsson er upphafsmaður gagnasöfnunarinnar. Hann hefur lokið BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er nú í mastersnámi í gervigreind við fremsta háskóla heims á því sviði, Carnegie Mellon. Hann hefur stýrt þróun og leitt teymið áfram til þess að skapa leikinn sem er undirstaða gagnasöfnunarinnar.

Alberta Albertsdóttir

Alberta Albertsdóttir hefur lokið BSc gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og stefnir á mastersnám í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum, m.a. auglýsingagerð og birtingum á samfélagsmiðlum og uppfærslum á vef verkefnisins. Þá sér hún um samskipti við fyrirtæki og fjölmiðla í samstarfi við markaðs- og samskiptasvið háskólans.

Breki Guðmundsson

Breki Guðmundsson er BSc nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Breki stefnir á sérhæfingu í þróun vefforrita og smáforrita fyrir snjallsíma, en hann hefur tekið áfanga innan háskólans sem snúa að þeirri sérhæfingu. Breki hefur átt stóran þátt í því að koma með nýstárlegar hugmyndir og innleitt flókna virkni þætti.

Steinar Þór Smári

Steinar Smári er 19 ára, nýútskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann yfirgripsmikla þekkingu á og ótrúlega innsýn í hugbúnaðarþróun. Það mætti því helst halda að hann hafi verið að forrita öll sín 19 ár. Steinar hefur átt stóran þátt í því að koma með nýstárlegar hugmyndir, innleiða flókna virkniþætti sem og að sjá um útgáfu á hugbúnaðinum.

Taktu þátt